Keilarar ársins 2007 eru þau Magnús Magnússon úr KR og Sigfríður Sigurðardóttir úr KFR. Magnús var einnig valinn keilari ársins árin 2003 til 2005, og er þetta í fjórða skiptið í röð sem Sigfríður er valinn keilari ársins.
Magnús varð á árinu Íslandsmeistari einstaklinga, náði í því móti fullkomnum leik, 300, og lék auk þess afar vel með deildar- og félagsliði sínu sem og í öðrum mótum. Þá náði hann góðum árangri í móti á Evrópsku mótaröðinni, sem og í Evrópumóti landsmeistara í haust.
Sigfríður varð á árinu Íslandsmeistari einstaklinga, og bikar-, deildar- og Íslandsmeistari með liði sínu KFR-Valkyrjum. Þá setti hún Íslandsmet í einum leik para með Birni Sigurðssyni.
Á myndinni má sjá þau Magnús og Sigfríði við verðlaunaafhendingu í Íslandsmóti einstaklinga.