Frábært hjá Arnari

Facebook
Twitter

Arnar Sæbergsson komst í dag áfram í gegnum niðurskurð á Heimsbikarmóti einstaklinga í Ljubljana í Slóveníu. Arnar spilaði vel í dag, 1250 sem er 208.33 að meðaltali. Þetta skilaði honum í 17. sæti.  Nú verða spilaðir 8 leikir í viðbót og síðan verður skorið niður þar sem 8 efstu keppendurnir komast áfram. Nú er bara að bíða og sjá hvort Arnari text að halda áfram þessu góða gengi.  Í áttunda sæti nú er Steve Thornton frá Englandi með 219,25 í meðaltal en Arnar er með 211,75. Það verður því á brattan að sækja en það eru margir leikir eftir og með góðri spilamennsku er allt hægt.  Hér er hægt að sjá stöðuna í karlakeppninni.
Guðný Gunnarsdóttir lauk keppni í dag. Guðný endaði í 56. sæti með 164,42 í meðaltal. Guðný náði sér ekki á strik í mótinu en ljóst er að þessi keppni fer í reynslubankann hjá henni og hún mun koma sterk inn í þau verkefni sem framundan eru. Hér má sjá stöðuna hjá konunum.

 

ÁHE

Nýjustu fréttirnar