Í kvöld þriðjudagskvöldið 21. apríl fara fram síðustu úrslitaleikir í 1. deildum karla og kvenna í Keiluhöllinni Egilshöll. Er þetta þriðja umferðin sem fram fer og eru úrslit engan vegin ráðin í hvorugum viðureignunum. Keppni hefst kl. 19:00 og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með enda um virkilega spennandi keppni að ræða þetta árið.
Karlamegin er það þannig að ÍR liðin KLS og PLS keppa um Íslandsmeistaratitilinn og er staðan í viðureigninni þannig að ÍR PLS er yfir 19 – 15. Vinna þarf 26 stig til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en 17 stig eru eftir í pottinum svo úrslit eru þarna engan vegin ráðin. Hjá konunum er það þannig að KFR Afturgöngurnar eru yfir gegn ÍR Buff 21 – 19 en vinna þarf 31 stig til að tryggja sér titilinn og eru 20 stig í pottinum í kvöld hjá konunum og þar eru úrslitin heldur ekki ráðin.
Nú er um að gera fyrir keilara og aðra áhugasama að kíkja í Keiluhöllina Egilshöll í kvöld og styðja sitt lið.